Almennir skilmálar
Hjólhýsið er leigt án fortjalds og fylgihluta nema það sé pantað sérstaklega.
Leigutímabilið er frá þriðjudegi til mánudags.
Sækja skal vagninn kl 18:00 nema um annað sé samið.
Skila á vagni klukkan 11:00 á þriðjudegi á sama stað og vagn var sóttur nema um annað sé samið
Eingöngu er leigt út til fjölskyldufólks og þarf leigjandi að vera fjárráða, eldri en 20 ára.

Ökutæki á að vera með viðurkenndan tengibúnað. Sé sá tengibúnaður ekki til staðar, afhendum við ekki vagninn.

Leigutaki skuldbindur sig til að ganga vel um vagninn og fylgihluti hans.
Ef vagni er óhreinn er 19.000 kr. þrifagjaldstrygging ekki endurgreidd.

Leigjanda er óheimilt að lána eða framleigja vagninn á leigutímanum.
Leigutaki ber ábyrgð á vagni, búnaði hans og skuldbindur sig til að bæta það tjón, sem kann að verða á vagninum á meðan leigutíma stendur.
Ábyrgð leigutaka fellur ekki niður fyrr en leigusali hefur móttekið vagninn á umsömdum skilatíma og farið hefur verið yfir vagn þegar honum er skilað.

Leigutaki þarf að skila inn kreditkortanúmeri sem tryggingu (var skráð við bókun).
Verði minniháttar tjón á vagni ber leigutaki fulla ábyrgð á tjóni, hvort sem er á vagni, aukahlutum, svo sem borðum, stólum, fortjaldi, dýnum, gardínum og fleiru sem fylgir með á leigutíma.

Óheimilt er að aka með vagninn utan malbiks, um vegleysur, vegatroðninga, óbrúaðar ár, snjóskafla eða svipaðar ófærur utan vega. Við þær aðstæður getur kaskó trygging hjólhýsins fallið niður og hugsanlegt tjón þá alfarið á ábyrgð leigutaka.
Sjálfsábyrgð er 80.200 kr. sem leigutaki greiðir (ef tjón verður á vagni).
Öll tjón falla sjálfkrafa á leigutaka sé ferðast með hjólhýsið í vindi sem er yfir 20 metrum á sekúndu. Allar upplýsingar um vindhraða má sjá á www.vegagerdin.is..

Tilkynna þarf strax allar bilanir eða tjón, stór sem smá.

Viðgerð skal fara fram á viðurkendu verkstæði.

Ef vagni er ekki skilað á réttum tíma reiknast aukagjald krónur 5000 á klukkustund.

Ef það er eitthvað þá er bara að hringja í okkur og spyrja, senda tölvupóst eða smella á okkur á FB messenger.

Afbókun á hýsi
Við erum mjög sveigjanleg en almennt er 14 daga afbókunarfrestur. Þú getur afbókað 14 dögum fyrir afhendingu og fengið 100% endurgreitt. Það getur nefnilega alltaf komið eitthvað óvænt uppá.

Veldu tímabil (þri-mán)