Upplifðu

Það jafnast ekkert á við hjólhýsalífið

Naturebox er frábær og hagkvæmur kostur fyrir þá sem vilja ferðast innanlands. Frábær hjólhýsi með öllum hugsanlegum þægindum. Svo er mjög líklegt að séttarfélagið þitt gerir þér ferðalagið ennþá auðveldara.
2020 verður árið sem allir fara að ferðast innanlands aftur!

Veldu tímabil (þri-mán)

Þetta fallega lamb er ekki innifalið í leigunni. En dráttarbeislið á bak við….

…er núna til leigu 😉

Þetta fallega lamb er ekki innifalið í leigunni. En dráttarbeislið á bak við….

…er núna til leigu 😉

Naturebox Ultra

Leiguverð

195.000 kr. vikan

Svefnpláss

fyrir 2+2

Innifalið í þessu hýsi:

  • Framlenging spegla
  • Þráðlaust net + sjónvarp og Netflix
  • Fullbúið eldhús og matarstell fyrir 2+2
  • Hjónarúm fyrir 2 + svefnsófi fyrir 2 börn
  • Kaffivél (Nespresso)
  • Alde hitakerfi + gólfhiti
  • Heitt og kalt vatn
  • Sturtuklefi + sér salerni
  • Ítarlegar leiðbeiningar
  • Sólarsella
  • Mover
  • Möguleiki á beintengingu vatns
  • Ýmsir aukahlutir í boði
  • Eigin þyngd: 2.200 kg
  • Leiga er þriðjudag til mánudags

Ekki innifalið:

  • Gaskútur
  • Sængur, koddar og lak (140x200)
  • Tuskur og viskustykki
Skoða dagsetningar
Naturebox Life

Leiguverð

119.000 kr. vikan

Svefnpláss

fyrir 4

Innifalið í þessu hýsi:

  • Framlenging á spegla
  • Internet, sjónvarp með Netflix
  • Sængur + koddar fyrir 4
  • Fullbúið eldhús og matarstell fyrir 4
  • Nespresso kaffivél
  • Alde hitakefir + gólfhiti
  • Heitt og kalt vatn
  • Möguleiki á beintengingu vatns
  • Sturta
  • Gaskútur
  • Ítarlegar leiðbeiningar
  • Ýmsir aukahlutir í boði
  • Vetrarleiga
  • Eigin þyngd: 1.540 kg

Ekki innifalið:

  • Gaskútur
  • Sængur, koddar og lak (140x200)
  • Tuskur og viskustykki
Ekki í boði
Naturebox Luxury

Leiguverð

150.000 kr. vikan

Svefnpláss

fyrir 5-6

Innifalið í þessu hýsi:

  • Framlenging á spegla
  • Internet, sjónvarp með Netflix
  • Sængur + koddar fyrir 4
  • Fullbúið eldhús og matarstell fyrir 4
  • Örbylgjuofn + bakarofn (gas)
  • Nespresso kaffivél
  • Alde hitakefir + gólfhiti
  • Heitt og kalt vatn
  • Möguleiki á beintengingu vatns
  • Sturta
  • Gaskútur
  • Ítarlegar leiðbeiningar
  • Ýmsir aukahlutir í boði
  • Vetrarleiga
  • Eigin þyngd: 1.930 kg
Ekki í boði
Má ég draga hjólhýsi með mínum bíl? Hvað ef ég get ekki dregið það?

Hjólhýsið aftan í bílnum þínum má vera eins þungt og stendur í skráningarskírteini bílsins og ekki grammi meira.
Við bjóðum ykkur að sækja hjólhýsið til okkar og hefja ferðalagið heiman frá. Ef þú ert ekki með krók á bílnum eða að bíllinn þinn er í smærri kantinum bjóðum við upp á að hjólhýsin verði keyrð á þann stað sem hentar, gegn gjaldi. Ef þú hefur áhuga á að fá hjólhýsið keyrt á staðinn þá skaltu bara hafa samband við okkur.

Hvernig panta ég Naturebox?
Þú sérð lausar vikur með því að fara inn í hvert hjólhýsi fyrir sig. Öll hjólhýsin okkar eru vel útbúin, í toppstandi og tryggð. Við höfum öll leyfi og greiðum öll gjöld. Verð eru með virðisauka. Við bjóðum eingöngu upp á vikuleigur, frá þriðjudegi til mánudags. Fyrir þá sem vilja leigja yfir vetrartíman þá eru öll hjólhýsin sérstaklega útbúin fyrir vetrargistingu.
1. Veldu stærð

Veldu stærð hjólhýsis og dagsetningar sem hentar þér. Skoðaðu hvaða vikur er lausar á hverri hjólhýsategund fyrir sig.

2. Afhending og viðbætur

Segðu okkur hversu margir gista. Hægt er að leigja ýmislega aukalega. Skoðaðu þá aukahluti sem eru í boði. Mundu að þú kemur með sæng, kodda og lak.

3. Fáðu hjólhýsið afhent

Kláraðu bókunina og láttu þér byrja að hlakka til.